Ísgel framleiðir:Gelmottur - fyrir matvælafyrirtæki, fiskútflutningsfyrirtæki
og rannsóknarstofnanir


BlueRelief - margnota kæli- og hitagelbakstar sem eru settir á eymsli
til að draga úr verkjum, áverkum og minnka bólgu


QuikCool - einnota sjúkrapoka


MultiFreez - frystipoka fyrir útivistar- og ferðafólk og rannsóknarstofnanir

 MultiFreez

MultiFreez margnota frystipokar frá Ísgeli eru þarfaþing fyrir ferðafólk. Þeir eru léttir og meðfærilegir, henta sérlega vel í kælibox og viðhalda kælingunni vel og lengi.
Frystipokarnir henta einnig vel fyrir lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstofnanir sem þurfa að halda ýmsum efnum köldum, t.d. meðan á flutningi stendur. Ís til slíkra nota er verri kostur vegna þess hve fljótt hann bráðnar.Stærð: 15x20 cm

Þyngd: 250 g

Umboðsaðili:   Parlogis hf          Krókhálsi 14       110 Reykjavík


Söluaðilar:   Rúmfatalagerinn
Bensínstöðvar N1Sjúkraþjálfun og aðhlynning
Sjúkraþjálfarar, læknar, tannlæknar, íþróttaþjálfarar og annað starfsfólk heilbrigðisstofnana notar kæli- og hitagelbakstra í ýmsum tilgangi.

Bakstranir eru þjálir og þægilegir í notkun. Fljótlegt er að hita þá eða kæla og þeir halda kuldanum/hitanum vel og lengi.

Heitur bakstur   Kaldur bakstur

Ísgel-bakstrana má nota bæði sem heitan og kaldan bakstur.Hvað er það sem hrjáir þig?


Bólga - heitur/kaldur bakstur

Tognun - kaldur bakstur

Bruni - kaldur bakstur

Höfuðverkur - kaldur bakstur

Tannpína - kaldur bakstur

Liðbólga - heitur bakstur

Tíðaverkir - heitur bakstur

Þreyta - heitur bakstur

Áverkar - kaldur bakstur

Mar - kaldur bakstur

Bólgumyndun eftir bólusetningu - kaldur bakstur