Ísgel framleiðir:
Gelmottur - fyrir matvælafyrirtæki, fiskútflutningsfyrirtæki
og rannsóknarstofnanir
BlueRelief - margnota kæli- og hitagelbakstar sem eru settir á eymsli
til að draga úr verkjum, áverkum og minnka bólgu
QuikCool - einnota sjúkrapoka
MultiFreez - frystipoka fyrir útivistar- og ferðafólk og rannsóknarstofnanir
Heitur bakstur
BlueRelief-hitabakstur eykur blóðflæði til vöðva, mýkir stirða og þreytta vöðva, dregur úr lið- og vöðvabólgum og tíðaverkjum
Hitaðu pokann:
* í sjóðandi vatni í 10 mínútur
* í örbylgjuofni í eina og hálfa mínútu.
Hægt er að nota bakstrana aftur og aftur og innihald þeirra skaðlaust.
Við of mikla hitun geta myndast loftbólur í gelinu. Þær hafa þó ekki áhrif
á eiginleika þess til að viðhalda kulda eða hita.
Varúð!
Ef pokinn er hitaður of lengi, getur hann farið í rofnað á saumunum.
Settu pokann aldrei beint á húðina. Vefðu stykki utan um hann til að koma í veg fyrir bruna.
Þú getur valið um margnota BlueRelief kæli- og hitagelpoka og QuikCool einnota kælipoka
Sjúkraþjálfun og aðhlynning
Sjúkraþjálfarar, læknar, tannlæknar, íþróttaþjálfarar og annað starfsfólk heilbrigðisstofnana notar kæli- og hitagelbakstra í ýmsum tilgangi.
Bakstranir eru þjálir og þægilegir í notkun. Fljótlegt er að hita þá eða kæla og þeir halda kuldanum/hitanum vel og lengi.
Heitur bakstur Kaldur baksturÍsgel-bakstrana má nota bæði sem heitan og kaldan bakstur.
Hvað er það sem hrjáir þig?
bólga - heitur/kaldur bakstur
tognun - kaldur bakstur
bruni - kaldur bakstur
höfuðverkur - kaldur bakstur
tannpína - kaldur bakstur
liðbólga - heitur bakstur
tíðaverkir - heitur bakstur
þreyta - heitur bakstur
áverkar - kaldur bakstur
mar - kaldur bakstur
bólgumyndun eftir bólusetningu - kaldur bakstur