Ísgel framleiðir:



Gelmottur - fyrir matvælafyrirtæki, fiskútflutningsfyrirtæki
og rannsóknarstofnanir


BlueRelief - margnota kæli- og hitagelbakstar sem eru settir á eymsli
til að draga úr verkjum, áverkum og minnka bólgu


QuikCool - einnota sjúkrapoka


MultiFreez - frystipoka fyrir útivistar- og ferðafólk og rannsóknarstofnanir

 






Fyrirtækið var stofnað 5. júlí 1999 og gert að hlutafélagi í desember 2000. Stofnendur Ísgels eru Fríða Pálmadóttir Bsc. hjúkrunarfræðingur og Guðfinna Ingimarsdóttir fiskiðnaðarmaður. Núverandi eigendur eru Gunnar K. Ólafsson og Kristín I. Lárusdóttir
Zophonías Ari Lárusson og Katrín Benedikstdóttir.

Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og verð.
Fyrirtækið kappkostar því að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörfum og óskum hvers og eins, eins og kostur er.

Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða athugasemdir í síma 451 2727 eða tölvupósti á isgel@isgel.is

 




Sjúkraþjálfun og aðhlynning
Sjúkraþjálfarar, læknar, tannlæknar, íþróttaþjálfarar og annað starfsfólk heilbrigðisstofnana notar kæli- og hitagelbakstra í ýmsum tilgangi.

Bakstranir eru þjálir og þægilegir í notkun. Fljótlegt er að hita þá eða kæla og þeir halda kuldanum/hitanum vel og lengi.

Heitur bakstur   Kaldur bakstur

Ísgel-bakstrana má nota bæði sem heitan og kaldan bakstur.



Hvað er það sem hrjáir þig?


Bólga - heitur/kaldur bakstur

Tognun - kaldur bakstur

Bruni - kaldur bakstur

Höfuðverkur - kaldur bakstur

Tannpína - kaldur bakstur

Liðbólga - heitur bakstur

Tíðaverkir - heitur bakstur

Þreyta - heitur bakstur

Áverkar - kaldur bakstur

Mar - kaldur bakstur

Bólgumyndun eftir bólusetningu - kaldur bakstur